Like my page or send me a line
Katrin Hairstylist
  • Home
  • Blog
  • Portfolio
  • Video
  • About Me

Alexander Wang fall 2015 Hair

2/17/2015

0 Comments

 
Picture
Alexander Wang fall 2015 collection!!
Kannksi aðeins og snemma að tala um haust tískuna núna þar sem við erum öll að bíða spennt eftir sumrinu en mér fannst þessi lína hjá honum Alexander svo flott að ég varð að skrifa um hana :)
 Ég er smá rokkari og finnst mér þessi lína frá Alexander Wang mjög töff og flott. Nicki MInaj, Kim Kardashian, Kaney West og Zoe Kravitz voru með þeim sem sátu á framsta bekk og voru þau mjög hrifin af nýju línuni frá honum. 
Rock og goth er það sem einkenni þessa línu og voru modelin í buffalo skóm og mikið um leður, gegnsæ föt og svartan lit og var Prodigy sett í gang á meðan modelin löbbuðu á pallinum.
Mér finnst hárið svo flott á þessari sýningu hjá honum. Wet look. Lita þurfti hárið á nokkrum modelum þar sem þemað var dökkt rakt hár. Síðir toppar og hárið tekið bak við eyru. 
Gel  og olia sett í hárið og hrist til, síðan er úðað vatni yfir hárið svo það líti út fyrir að vera blautt og smá skítugt. 

 Hægt er að sjá haust línuna betur hérna á youtube - Alexander Wang Fall2015
myndir héðan
0 Comments

Hárlitirnir fyrir sumarið 2015

2/15/2015

3 Comments

 
Picture
Ah nú er veturinn að líða hjá og er byrjað að birta til.  Sumar línurnar eru komnar í búðirnar og erum við farin að taka aðeins til í fataskápnum. Við þurfum að poppa aðeins upp á hárið okkar svo það passi nýjum árstíma og svo að heildar lookið sé pottþétt. 
Litirnir í sumar eru mjög fallegir, mjúkir ljósir tónar og hreyfing. Ýkt rót og ombre eru að detta alveg út og erum við að færa litin alveg upp í rót aftur. 

Feskjutónar og mjúkir nátturulegir rauðtónar munu sjást meira og verða vinsælli að falla í hopinn hjá rauðhærðum. Ljósir kopar tónar eða dekkri kopar tónar sem poppa mikið upp á lookið í sumar.
Dökkbrúnir tónar eru alltaf vinsælir og í sumar verður svarbrúnn meira sjáanlegur, einnig að setja tvo liti í hárið. Þú vilt velja þér brúna tóna með fallegum blæ t.d gylltum, kopar eða fjólubláum blæ
Ljósu lokkarnir verða mýkri, gyltir og hunangs tónar verða málið þetta sumar. Heillitun eða ljósar strípur með smá skugga í rót eða skol í anna hvern enda verður vinsælt og gefur það hárinu fallega hreyfingu. Pastel tónarnir hafa verið vinsælir upp á síðkastið og halda þeir enþá þeirri stefnu, um að gefa að fara í smá pastel í sumar ;)

Hlýjir tónar og góð hreyfing á litunum er einhvað sem viljum gera næst þegar við setjum í stólinn á hárgreiðlsustofunni.

3 Comments

Man Magazine : Februar 2015

2/7/2015

0 Comments

 
Photos: Anna Ósk
Model: Liv and Brynja
Hair by me 
Make up: Sigurlín Ósk
Styist: Inga
Assistant: Ingrid Karis 
0 Comments

Toni and Guy hársýning fyrir Vor/Sumarið 2015

2/7/2015

0 Comments

 
Picture
Föstudagin 6.feb fór ég á Toni and Guy hársýningu. Það voru margir fagmenn mættir á staðinn til þess að sjá nýjustu línurnar frá Toni and Guy. 

Það komu margir fagmenn að þessari sýningu, Harpa, Daði, Sandra, Lena Steinunn svo einhverjir eru nefndir. Lena er ný komin heim af color and cut námskeiði í London og líka hún Harpa en hún fór á greiðslu námskeið og er orðin talsmaður fyrir Toni and Guy á Íslandi. 

Það var verið að sýna nýjustu tískuna fyrir vor og sumarið 2015 og vá hvað mér líst vel á þessa tísku. 

Ef við byrjum á stelpunum þá er millisíddinn og styttra það sem er i gangi núna. Gaman að sjá hvað síða hárið er aðeins að verða þreytt og fólk er tilbúið að fara í smá breytingar.
Toppar eru einhvað sem hefur verið mikið um í vetur og halda því áfram fram á vor, stuttir toppar, pin upp toppar eða hippalegir léttir toppar. Þessu þungu miklu toppar eru ekki málið í dag.
Einnig að fá sér smá hreyfingu, styttur í hárið. Stytturnar hafa verið lengi í pásu og eru léttir lokkar að koma inn fyrir sumarið. 
Litirnir eru frekar frjálsir en á sýninguni sá ég mikið um að vera með skugga í rót, kalda tóna og jafnvel tveir til þrir tónar settir í hárið til þess að fá mjúka hreyfingu. Ekkert um stípur heldur aflitun eða parta litun.

Herrarnir eru virkilega skemmtilegir og er sú tíska byrjuð hérlendis, skin shave. Herrmanna klippingarnar með þyngd að ofan eða bad boy london hártískan. Skin shaved er málið og skemmtilegt að sjá hvað herra tískan er að verða fjölbreytari og skemmtileg.


Það má segja að allt á þessari sýnigu hafi verið einhvað sem hægt er að koma með inná stofunar. Greiðlsurnar sem Harpa sýndi voru 10 samtals og einhvað sem hentar bæði ungum og eldri konum. 

Ég er sjálf að fara til London á námskeið þar næstu helgi og mun ég fara læra nýjar línur og tísku strauma fyrir vorið og sumarið frá Sassoon. Ég mun koma með enn stærri grein um hártiskuna þetta sumarið þegar ég kem heim.

XoX- Kata 

0 Comments

Leyfum okkur smá hárdekur ;)

2/5/2015

0 Comments

 
Picture
Keratín næringar meðferð:

Wella SP Liquid Hair varan er keratín næringarmeðferð sem hentar öllum og sértaklega þeim sem þurfa uppbyggingu í hárið eftir permanent, aflitun. Hentar vel viðkvæmu hárinu og ef hárið er þurrt eftir veturinn eða sumarið.
Liquid Hair er blanda af amínósýra og hydrolised Keratín. Vökvinn endurskipuleggur innri og ytri uppbyggingu hársinns á meðan meðferð stendur. Ef þú ert með viðkvæmt hár þá er þessi meðferð að gefa hárinu þínu trefjar og endist í hárinu alveg upp í 5 þvotta.
Þar sem ég er með frekar þurrt hárið og lita það ansi oft , enda hárgreiðlsukona þá ákvað ég að skella mér í svona meðferð. Það var skellt 3 pumpum í hárið á mér eftir þvott og greitt út í enda. Plastpoki settu yfir hárið og í hitatækið í 5 mín.  Hárið veðrur að fara í hita því annars virkar þessi meðferð ekki. 
Hægt er að gera þetta heima líka en þá ferðu svona að: 1-2x í mánuði

1. Þværð á þér hárið 
2. Þurkar hárið eftir þvottinn með handklæði
3. Setur 3 til 4 pumpur jafnt yfir hárið og greiðir vel um allt hárið og poka skellt yfir hárið
4. Blæst með hárblásara í 5 mín til þess að koma meðferðinni afstað og inn í hárið.
5. Skolað úr hárinu og gerir það sem þú vanalega geriri með hárið, blæst, krullar, sléttir.


Hárið á mér varð virkilega mjúkt og glansandi. Auðvelt var að blása það og þornaði fljótt.
Mæli með þessari meðferð, hægt er að koma í eitt og eitt dekur uppá sofu eða kaupa vöruna og nota hana heima. 

0 Comments

MAKE OVER - Sandra Gunnars

2/4/2015

0 Comments

 
Picture
Sandra Gunnars make up artist kom á dögunum til mín á Sprey og var tilbúin í make over.
Hún sast í stólin með hár næstum niður á rass, lokkarnir voru í dökkum karmellu tón.
Hún var búiin að glugga í nokkur blöð á meðan hún beið eftir að tímin hennar kæmi og fann þar eina klippingu í Toni and Guy bókinni, klipping frá 2013 línuni. Þessi klipping hefur verið mjög vinsæl upp á síðkastið, falleg og þæginleg klipping sem hentar öllum. 
Við ákváðum að lita hana vel dökka og valdi ég svarbrúnan tón.
Toppurinn geriri virkilega mikið, ákváðum að hafa hann vel síðan svo hún gæti leikið sér með hann. Afslappaður og hippalegur toppur.

Hún er virkilega ánægð með nýja lookið og er stór glæsileg !!
Picture
Picture
0 Comments

Braids, we love them!!

2/4/2015

0 Comments

 
Picture
Fléttur verða alltaf í tísku, þær eru auðveldar, passa við allt og gera svo mikið.

Fléttur hafa verið til í mörg þúsund ár. Fléttur eru sagðar vera félagsleg. Vegna þess hve langan tíma það tekur að flétta heilan haus þá náði fólk að kynnast og spjalla um lifið og tilveruna á meðan þau fléttuðu hvort annað. Þú getur ferðast um heimin og séð eldri kynnslóðina vera kenna þeim yngri að flétta. Sumstaðar eru þræðir, perlur og annað skart sett með í flétturnar og var mjög vinsælt að fara til spánar og fá fléttur í hárið þegar ég var yngri. 


Ég elska fléttur og nota þær mikið í mitt hár og í greiðslur uppá stofu eða í myndatökum. 
Það er svo margt sem fléttur geta gert. Bætt þeim inn í hárið hér og þar til þess að gera slegið hár aðeins öðruvisi, 
snúðar gerðir úr fléttu eða fléttum, sofið með fléttur til þess að búa til liði og svo mikið fleirra.

Kannt þú að flétta?
Prufaðu að poppa greiðlsu dagsinns með fléttum og skelltu mynd á instagram með #fléttaðhárið

Hlakka til að sjá hugmyndirnar ykkar.


0 Comments

BoHo Waves

1/29/2015

0 Comments

 
Picture
Núna í vor og sumar munu Boho bylgjurnar vera mjög vinsælar. Þessar bylgjur eða liðir eru hippalegir og fallegir.
Boho bylgjurnar sáust á tísku vikunum hjá Cholé, Valentino, Chanel og fleirri hönnuðum fyrir sumarið 2015. 

Það er ekki erfitt að ná þessum hálf kláruðum liðum. Ýmsar leiðir eru til.
  1.  Spreyja sea salt í þurrt hárið og klípa í það svo a bylgjurnar myndist.
  2. Þegar þú hefur þvegið hárið a þér, notaðu fingurnar sem greiðu og makaðu froðu eða sea salti í hárið þitt. Á meðan hárið er að þorna klíptu þá í það af og til svo að liðirnir verða meiri.
  3. Sofa með laflausa fléttu sem er alveg við það að detta út þér. Greiða vel úr hárinu þegar þú tekur fléttuna úr daginn eftir.
  4.  Nota sléttujárnið, rétt beygjir upp á sléttujárnið svo bylgjan myndast, Ekki gera þetta við hvern einasta lokk.
  5.  Nota keilujárn, því stærra því betra og mundu að bíða ekki of lengi með lokkinn í járninu. 5 til 10 sek.

myndir frá pinterest

0 Comments

Myndataka með Helgu Birnu

1/27/2015

0 Comments

 
Picture
Í síðustu viku fór ég að greiða fyrir myndatöku sem Helga Birna var að ljósmynda fyrir. 
Helga Birna er að sækja um masters nám í ljósmynda skóla í New York og er að endur nýja portfolioið sitt.
Myndatakan átti sér stað í Hörpunni og var virkilega flott aðstaða þar og skemmtileg birta sem við gátum leikið okkur með.

Ansý Björg sá um stíliseringuna og var hún með föt frá Andreu og Kyrju. Virkilega flott föt sem Brynja Guðmunds sá um að vera glæsileg í, hún er svo flott model - Luv her.  Kristín Einars var að farða og sá ég um hárið. 

Hárið var allt fléttað. Mér finnst virkilega flott þar sem hún var með smá rót. Rótin lét fléttuna verða meira áberandi. Var virkilega ánægð með heildar lookið 

www.helgabj.com
0 Comments

Djúpnærum hárið okkar

1/10/2015

0 Comments

 
Picture
Djúpnæring er næring sem er góð fyrir allar hártegundir og allir ættu að eiga. 
Til eru ýmsar gerðir af djúpnæringum en allar gefa þær hárinu raka.
Hárið er undir áreiti alla daga – oflituðu hári, sléttujárni og blæstri og svo bætist ofan á það sól, vindur, frost og hiti. Úff hárið fær nóg og þarf dekur jafn mikið og allt annað.
Djúpnæringar gefa hárinu glans, raka og mýkt frá rót og út í enda. Djúpnæring er aldrei slæm, þótt þú sért með fíngert hár sem lekur, val á djúpnæringu er mikilvæg. Allt frá fíngerðum englahárum og út í gróft, brunnið og þurrt hár.

TIP: Ef greiðsla helst illa í hárinu þínu t.d þú krullar það og labbar út og allt rennur úr hárinu þínu þá vantar hárinu þínu raka. Það sem gerist er að hárið sígur í sig rakan sem er í loftinu og lætur hárið falla niður, ef nóg er af raka í hárinu helst greiðslan vel og lengi í. 

- Hægt er að fara í dekur og fara á stofur í þvott, djúpnæringu og blástur. Það er stofur nota eru sérstakar ambúllur sem seljast ekki úr stofunum og setja hárið svo í hita. Hitin gerir það að verkjum að hárið opnast og næringin smígur vel inn í hárið.

- Þegar notað er djúpnæringu heima er best að gera það eftir hárþvott, þurrkar hárið létt með handklæði svo að næringinn leki ekki strax úr hárinu, setur næringuna í frá miðju hári og út í enda, gott er að greiða með grófri greiðu i gegnum allt hárið.
Bíða skal í 15- 40 mín, með plastpoka eða ekkert yfir hárinu. Handklæði soga í sig allan rakann, svo ekki nota handklæði (sumar djúpnæringar innihalda ekki mikið prótein og er því allt í lagi að sofa með þær í hárinu). Skolað vel úr.
Notaðu djúpnæringu 1 sinni í mánuði. 

Penetratt Djúpnæringinn frá Sebstian er undravara og hentar vel þeim sem eru með þurrt og út í skemmt hár
Hydre Djúpnæringinn frá Sebastian er fyrir þá sem vilja fá glans og raka
Intensive Mask frá Label.m gefur hárinu léttan raka og flottan glans.


0 Comments
<<Previous
Forward>>

    Katrin Sif

    Tips og tricks um hár, tísku og heilsu. Smá um það sem ég geri og finnst skemmtilegt

    Archives

    June 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly