| Sumarið er tímin fyrir breytingar. Við á Sprey hárstofu höfum verið að gera mikið af make over-um i vor og heldur það áfram. Virkilega skemmtilegt hvað stelpur eru farnar að þora að klippa af sér hárið og er herraklippingarnar orðnar mjög flottar og útpældar. Mikið er um millisídd hjá stelpunum og eru hárlitir þetta sumarið mjög fallegir og nátturulegir með mjúkri hreyfingu. Eins með klippingarnar, styttur eru komnar aftur inn! |
0 Comments
Elska myndatökur og hef ég og Iðunn Jónasardóttir make up skvísa stundum hóað á hana Heidu ljósmyndara þegar við fáum hugmyndir eða viljum flippa. Við vinnum mjög vel saman og skemmtum okkur konungslega þegar við hittumst. Við unnum saman um daginn með Hjördísi sem model og þetta var niðurstaða. Photo Heida HB Model Hjördis Make up iðunn Jónasardóttir Hair by me Katrin Sif April 2015 Myndaþáttur úr Man Magazine april 2015
HALTU MÉR: Photos Drífa Þöll Model Anna Þóra Make up Sigurlín Hair by me Katrin Sif Stylist Helena Ósk MAN MAGAZINE MAI 2015
Photo : Drifa Þöll Reynisdóttir Model : Alexandra - Eskimo models Hair by me Katrin Sif Make up : Ástriður Einarsdóttir Stylist : Sigrún Jörgensen Clothes JÖR by Guðmundur Jörundsson, Kron by Kron Kron, Hugo Boss, Zara women, Lindex Photofhrapher: Helga Birna Jónasdóttir
Model: Liv Elísabet Friðriksdóttir Make up : Eva Lind Birgisdóttir Hair by me Katrin Sif Jónsdóttir Myndirnar birtust einnig á Vogue.it - ýttu hér Það er mjög eðlilegt að fá hárlos af og til. Hárið þarf að endur nýja sig eins og húðin á okkur. Sumir fá meira hárlos en aðrir og sumum finnst hárið aldrei vaxa. Það eru nokkrir hlutir sem þú getur gert til þess að hjálpa hárinu að vaxa og halda sér fallegu og heilbrigðu.
Hérna eru helstu vítaminin sem hárið þarf til þess að fá heilbrigði, styrk og minni hárlos Munið að alltaf er best að borða hollan og næringarríkan mat til þess að halda heilbrigði líkamanns sem gerir húðina og hárið okkar heilbrigt í leiðinni. Hérna er síða sem ég fann sem auðveldar þér að finna hvaða matur inniheldur hvaða vítamin - HÉR C- Vítamin C-vítamín er vatnsleysanlegt vítamín með andoxunareiginleikum. C-vítamín er mikilvægt fyrir framleiðslu á ómissandi próteinsins kollagen, sem gerir upp um þriðjung líkamanum, húð, liðböndum og hár. Sindurefni geta skemmt hár, sem gerir það stökkt og veikburða. Ef þið vantar c-vitamin getur það leitt til hárloss. Andoxunar efnin eru mjög mikilvæg til þess að halda hárinu fallegu og mjúku og getur einnig þykkt hárið. Þú finnur c-vitamin í: Brokóli Kiwi Appelsínu Tómata Peru Mango Papriku Ananas Omega- 3 Omega-3s að finna í feitum fiski eins og lax, sardínur, og makríl. Omega-3 heldur stjórn á olíuframleiðslu og hjálpa halda húðinni og hárinu glansandi og sterku. Einnig tefur omega-3 fyrir öldrun húðarinnar, kemur í veg fyrir þurrk í hárverði og húð og heldur hárinu glansandi og mjúku Þú finnur Omega-3 í : Lax Sardínum Möndlum Egg Spínat Chia Fræ Bíótín B-flókið vítamín sem er stundum kallað vítamín H. Bítótín hjálpar hárinu að fá mýkt, verndar það gegn þurrki og kemur einnig í veg fyrir slit. Bítótín hjálpar að framleiða keratín sem er eitt að aðal efnum hársinns. Sumir segja að bíótín getur hægt á því að gráu hárin fari að kikja. Yfirleitt er ekki skortur á bíótrín i líkamanum en sum einkenni geta þýtt að þér vanti meira bíótín, hárlos (jafnvel í augabrúnir og augnhár), húð vandamál og jafnvel vægt þunglyndi. Þú finnur bíótín í: Hýðishrísgrjón Bulgur Grænar baunir Linsubaunir Hafrar A-vítamín A-vítamín er þekkt andoxunarefni einnig þekkt sem retínól. Hlutverk hennar er fyrst og fremst að stuðla að augn heilsu. Hins vegar hjálpar það mikið til þess að byggja upp heilbrigt hár. A-vítamín hjálpar hárinu að viðhalda heilbrigðri olíustarfsemi sem vermdar hárið og hefur þvi glans. Hjálpar að koma í veg fyrir þurran hársvörð. A-vítamín finnst í : Þorskalýsi Krill olía Gulrætur Spínat Feskjur Þó A-vítamín er nauðsynlegt fyrir heilbrigt hár, verður þú að gæta varúðar, of mikið A-vítamín getur leitt til eitrunar og geta í raun leitt til gagnstæða áhrif - hárlos. Ljósmyndari: Birta Rán Photography / Birta Rán Björgvinsdóttir Módel: Sóley Sigurþórs Förðun: Ástrós Erla Benediktsdóttir Stílisering: Sigrun Jorgensen STYLIST l Make-up artist / Sigrún Ásta Jörgensen Hár: Katrin Sif Hairstylist / Katrin Sif Jonsdottir Birt í MAN magasín Mikil breyting hefur verið í hártískuni þetta árið og eru margir að þora að taka skrefið í að breyta til. Celebin eru búin að vera taka breytingar skrefin líka í hárinu og er virkilega gaman að sjá hvað margir eru að klippa sig styttri og prufa nýja liti. Kim Kardashian hoppaði í alvöru make over. Hún klippti hárið sitt í axla sídd og nokkrum vikum eftir það var hún orðin blondina ! Fólk var virkilega ánægt með nýju klippinguna og fer það henni mjög vel, enda falleg kona. Ljósi liturinn hefur samt ekki haft eins mikla lukku, fólk fékk smá sjokk ef svo má segja. Þegar ég sá fyrstu myndirnar af ljósulokkunum fannst mér þetta hræðilegt og var það bara frekar gult á litin. Svo núna hefur hún litað það meira og er orðið fallegra. Mér finnst þetta ekki fara henni illa en ef ég ætti að velja þá vel ég dökkhærðu Kim. Hvað finnst þér? Kim K var ekki sú eina í fjölskyldunni sem fór í breytingar. Khloe K varð einnig ljóshærðari en hún fór í frekar mýkri tón og fer það henni mjög vel. Kylie Jenner lýsti hárið á sér líka og fékk sér sætan topp eða er þetta kannksi hárkolla? Mér finnst æðislegt hvað stutt hár er mikið í tísku núna, sítt hár er búið að eiga svo mörg ár fyrir sig! Lady GaGa er alltaf skrautleg og hefur verið með óteljandi hárgreiðlsur og hárkollur. Nú á dögunum klippti hún sig stutthærða og var ljóshærð eins og hún hefur nánast alltaf verið. En hún fór öfuga leið við Kim K og litaði hárið svart. Það litur allt vel út á Lady GaGa og er hún mjög smart með stutt svart hár. Sammála? Rita Ora klippti sig mjög stutt og frekar fönkí klippingu. Rosie Huntington-Whiteley fallega modelið klippti sig styttra núna á dögunum og segja ég það fara henni mun betru. Hárið virðist þykkra og líflegra. Zendaya ung söngkona klippti sig lika fór frá síðu hári yfir í Pixie cut, hún er svo falleg í framan að það fer henni vikilega vel. Væri tilí að sjá hana jafnvel snoðaða, Einnig hefur Nichole Richie skipt um lit, Nichole Kidman klippti sig, Selena Gomez klippti sig og Zosia úr þáttunum "Girls" skipti um lit, fór út í sumar litin hunangs ljóst. Ég held að ég hef aldreið séð jafn marga koma í make over upp á stofu eins og í byrjun ársinns 2015 og hef aldrei séð jafn marga í Hollywood fara í make over og þá tala ég um svona stór skref í make over.
Munið að hárið vex og um að gera að sjá hvað fer þér best og þora að prufa. Hvað finnst þér með þessa stuttu hártísku ? Hvaða celeb finnst þér vera með flottasta hárið? Sassoon er stór og virt hár academia og er hægt að finna Sassoon stofur um allan heiminn. Hárgreiðlsu fólk þekkjir Sassoon mjög vel og hægt er að fara i academiuna í fullan skóla eða sækja um að fara á námskeið.
Ég fór í enda febrúar til London með heildsölunni Halldóri Jóns og fullt af flottu fagfólki frá Íslandi á Sassoon námskeið. Við fengum að sjá hvernig Sassoon vinnur með collectionin sín og hvernig þemað verður til. Fengum að sjá nýjasta collectionið hjá þeim sem heitir The Group og horfðum á flotta fagmenn lita og klippa nokkur model fyrir okkur. Það er virikega skemmtilegt að heyra hvernig þau finna út hvernig næsta collection á að vera, þau horfa á nútíman jafnt sem fortíðina. Listaverk, tónlist, bækur og tísku. The Group er blanda af fegurð, trúabrögðum og rokki. Helsta tískan í háralitum og klippingum er sett í Sassoon stílin og hanna þau föt sem fylgjir þemanu. Eins og sést á "The Group" eru hlýjir litir og stuttar klippingar vinsælar í sumar. Mjúkir tónar og mjúkar línur. Sassoon er með þekktan stíl og finnst mér hann virkilega flottu. Það eru kannksi ekki margir hérlendis sem vilja fá Sassoon klippingarnar eða stílin þeirra. Þetta er lista verk og eru þeir að sína hvað í þeim býr. Hægt er að sjá meira á Sassoon.com Nú fer að styttast í fermingarnar og eru foreldrar byrjaðir að skipuleggja sig, panta sal, skoða kjóla eða jakkaföt og farin að panta í fermingar greiðslu fyrir stelpurnar. Strákarnir eru auðveldari og þurfa þeir bara að fá töff klippingu fyrir stóra daginn. Stelpurnar eru hins vegar oftast búnar að safna hári fyrir fermingardaginn og vilja fá fallega greiðslu sem passar við kjólinn þeirra. Við á Sprey Hárstofu ákváðum að fá nokkrar stelpur til okkar í smá fermingargreiðslu kvöld. Dúkkuhúsið lánaði okkur kjóla úr nýjustu fermingar línunni frá þeim. Kjólarnir frá þeim þetta árið eru virkilega fallegir og er hægt að fá kjóla í ýmsum litum, það ættu allar fermingarskvísur að kíkji til þeirra í Dúkkuhúsinu. Fermingargreiðslurnar þetta árið halda áfram að vera fallegar, stílhreinar og léttar og hafa þær verið það síðustu 2 árin. Greiðslur sem eru alltaf fallegar, færð ekki þetta sjokk sem margir kannast við þegar þau flétta í myndaalbúminu eftir nokkur ár. Liðir, bylgjur og fléttur eru mjög vinsælar. Margar stelpur hafa hárið niður og vilja fá fléttu í toppinn eða hárið tekið hálft upp, fallegir snúðar fyrir þær sem vilja hárið sett upp og er þá mjög flott að hafa liðaða lokka sem falla hér og þar niður. Hliðar tagl, flétta eða snúningur eru líka virkilega flottar greiðlsur. Sumar vilja hafa skart og hafa lifandi blóm alltaf verið vinsælust en það eru til svo mikið af fallegu skarti. Hárbönd sem hafa verið mjög vinsæl í vetur, fléttuðu eða blóma hárböndin. Gimsteinar og fallegir kambar eða spennur og svo eru líka slaufur sætar og skemmtilegar í greiðslu. Ég mæli alltaf með að kikja á Pinterest til þess að fá hugmyndir og svo mælum við alltaf með að koma í prufugreiðlsu. Þá getur þú og hársnyrtirinn fundið út hvað er best að gera og jafnvel prufað nokkrar greiðlsur. Hérna eru myndirnar og myndband frá því að Katrin og Linda á Sprey voru að greiða nokkrum stelpum : |
Katrin SifTips og tricks um hár, tísku og heilsu. Smá um það sem ég geri og finnst skemmtilegt Archives
June 2015
Categories |