Like my page or send me a line
Katrin Hairstylist
  • Home
  • Blog
  • Portfolio
  • Video
  • About Me

BoHo Waves

1/29/2015

0 Comments

 
Picture
Núna í vor og sumar munu Boho bylgjurnar vera mjög vinsælar. Þessar bylgjur eða liðir eru hippalegir og fallegir.
Boho bylgjurnar sáust á tísku vikunum hjá Cholé, Valentino, Chanel og fleirri hönnuðum fyrir sumarið 2015. 

Það er ekki erfitt að ná þessum hálf kláruðum liðum. Ýmsar leiðir eru til.
  1.  Spreyja sea salt í þurrt hárið og klípa í það svo a bylgjurnar myndist.
  2. Þegar þú hefur þvegið hárið a þér, notaðu fingurnar sem greiðu og makaðu froðu eða sea salti í hárið þitt. Á meðan hárið er að þorna klíptu þá í það af og til svo að liðirnir verða meiri.
  3. Sofa með laflausa fléttu sem er alveg við það að detta út þér. Greiða vel úr hárinu þegar þú tekur fléttuna úr daginn eftir.
  4.  Nota sléttujárnið, rétt beygjir upp á sléttujárnið svo bylgjan myndast, Ekki gera þetta við hvern einasta lokk.
  5.  Nota keilujárn, því stærra því betra og mundu að bíða ekki of lengi með lokkinn í járninu. 5 til 10 sek.

myndir frá pinterest

0 Comments

Myndataka með Helgu Birnu

1/27/2015

0 Comments

 
Picture
Í síðustu viku fór ég að greiða fyrir myndatöku sem Helga Birna var að ljósmynda fyrir. 
Helga Birna er að sækja um masters nám í ljósmynda skóla í New York og er að endur nýja portfolioið sitt.
Myndatakan átti sér stað í Hörpunni og var virkilega flott aðstaða þar og skemmtileg birta sem við gátum leikið okkur með.

Ansý Björg sá um stíliseringuna og var hún með föt frá Andreu og Kyrju. Virkilega flott föt sem Brynja Guðmunds sá um að vera glæsileg í, hún er svo flott model - Luv her.  Kristín Einars var að farða og sá ég um hárið. 

Hárið var allt fléttað. Mér finnst virkilega flott þar sem hún var með smá rót. Rótin lét fléttuna verða meira áberandi. Var virkilega ánægð með heildar lookið 

www.helgabj.com
0 Comments

Djúpnærum hárið okkar

1/10/2015

0 Comments

 
Picture
Djúpnæring er næring sem er góð fyrir allar hártegundir og allir ættu að eiga. 
Til eru ýmsar gerðir af djúpnæringum en allar gefa þær hárinu raka.
Hárið er undir áreiti alla daga – oflituðu hári, sléttujárni og blæstri og svo bætist ofan á það sól, vindur, frost og hiti. Úff hárið fær nóg og þarf dekur jafn mikið og allt annað.
Djúpnæringar gefa hárinu glans, raka og mýkt frá rót og út í enda. Djúpnæring er aldrei slæm, þótt þú sért með fíngert hár sem lekur, val á djúpnæringu er mikilvæg. Allt frá fíngerðum englahárum og út í gróft, brunnið og þurrt hár.

TIP: Ef greiðsla helst illa í hárinu þínu t.d þú krullar það og labbar út og allt rennur úr hárinu þínu þá vantar hárinu þínu raka. Það sem gerist er að hárið sígur í sig rakan sem er í loftinu og lætur hárið falla niður, ef nóg er af raka í hárinu helst greiðslan vel og lengi í. 

- Hægt er að fara í dekur og fara á stofur í þvott, djúpnæringu og blástur. Það er stofur nota eru sérstakar ambúllur sem seljast ekki úr stofunum og setja hárið svo í hita. Hitin gerir það að verkjum að hárið opnast og næringin smígur vel inn í hárið.

- Þegar notað er djúpnæringu heima er best að gera það eftir hárþvott, þurrkar hárið létt með handklæði svo að næringinn leki ekki strax úr hárinu, setur næringuna í frá miðju hári og út í enda, gott er að greiða með grófri greiðu i gegnum allt hárið.
Bíða skal í 15- 40 mín, með plastpoka eða ekkert yfir hárinu. Handklæði soga í sig allan rakann, svo ekki nota handklæði (sumar djúpnæringar innihalda ekki mikið prótein og er því allt í lagi að sofa með þær í hárinu). Skolað vel úr.
Notaðu djúpnæringu 1 sinni í mánuði. 

Penetratt Djúpnæringinn frá Sebstian er undravara og hentar vel þeim sem eru með þurrt og út í skemmt hár
Hydre Djúpnæringinn frá Sebastian er fyrir þá sem vilja fá glans og raka
Intensive Mask frá Label.m gefur hárinu léttan raka og flottan glans.


0 Comments

Man Magazine - Janúar 2015 - Cold Sumer

1/10/2015

0 Comments

 
Myndasería eftir Drífu Reynis kom í Man Magazine janúar 2015.
Model: Stefanía - Eskimo Models
Hair: Katrín Sif 
Make up: Sigurlín Ósk
Stylist Sif Baldursdóttir
Clothing: Kyrja 
Assistant: Dagbjört

0 Comments

Hairstyle video : Ponytails

1/10/2015

0 Comments

 
Picture

Þetta er greiðsla sem er þægileg og auðveld. Hentar vel þeim sem vilja ekki hafa hárið í augunum og eru alltaf með snúð eða tagl og vilja prufa einhvað annað. Hægt er gera þessa greiðslu lika með fleirri eða færri töglum. 

1. Byrjum að túbera fremst við ennið, svo þetta sé ekki alveg sleikt niður.
2.Greiðum létt yfir það svo túberingin sjáist ekki mikið og skellum í fyrsta taglið
3. Nú tekuru næstu skiptingu og næstu og næstu og býrð til tögl. Reynum að hafa jafnt á milli þeirra svo þetta komi sem best út. 
4. Gott að spreyja smá hárlakki yfir hliðarnar svo allt haldist vel á sínum stað

Ég dró lokkana (töglin) á milli aðeins út og gerði þá meira áberandi, passaðu þegar þú togar hárið að gera það ekki of fast bara smá í einu.
Einfaldara er það ekki ;) 
0 Comments

Hairstyle : Fléttu greiðsla / stutt hár

1/7/2015

0 Comments

 

Margir segja að það sé erfitt eða jafnvel ekki hægt að greiða stuttu hári.
Ég segji annað, yfirleitt er meira hægt að gera við stutt hár þar sem það er ekki eins mikið að vinna með. Millisíddinn er lang best. 
Ég gerði video með einni fléttugreiðlsu sem hægt er að nota í stutt og sítt hárið

1. Gott er að hafa hárið ekki of hreint, ég spreyjarði Anti Gravity frá Kevin Murphy í þurrt hárið og blés yfir það til þess að fá meira loft og hald.

2. Skipti hárinu í ferhyrning að ofan, neðri hlutan tók ég í tagl ( hægt er að hafa hann sléttan eða krullaðan og sleppa taglinu)

3. Næst er það fléttan, getur tekið hana beint aftur eins og eg gerði eða aðeins á hlið, ég fléttaði lauslega að ofan og fastari þegar ég kom að endanum.

4. Hún er með frekast stutt hár svo ég spennti fléttuna niður, náði henni ekki i taglið. Ef hún nær í taglið þá geturu bætt henni með.

5. Fínpússaði með því að spreyja smá anti gravity yfir hliðarnar. 


Skemmtileg og öðruvisi greiðlsa sem hentar vel í allar síddir ;)
0 Comments

Man Magazine 2014 - BLONDE

1/4/2015

0 Comments

 
Man Magazine 2014
Myndaþáttur eftir Önnu Ósk
Hár: Katrin Sif Jonsdóttir
Make up: Ásdís Sverris
Model: Kristin Lilja
Fatnaður: AndreA
Aðstoð: Ingrid Karis


Post by Katrin Sif Hairstylist.
0 Comments

Professional-sjampó eða búðar-sjampó?

1/4/2015

0 Comments

 
Picture
Margir spá í þessu en eru samt ekki mikið að velta sér upp úr því, prófa sig ekki áfram né fræðast um muninn á pro sjampói og sjampói út úr búð. Sjampó er bara sjampó og ég ætla ekki að láta plata mig í að borga 2.000 kr meira fyrir eitthvað merki þegar ég get fengið sjampó í apótekinu á 1.500 kr. Margir hugsa svona og er það rétt að sjampó  er sjampó og oft eru sama innihaldið í pro sjampó og sjampó sem fæst út í búð.

Hugsum þetta aðeins öðruvísi:


Ef að þú ert að fara halda matarboð og ert að velja þér vín með matnum þá hugsar þú hvað passar við matinn? Það hafi verið mælt með ákveðnu víni sem er frá vínakri í Frakklandi og kostar aðeins meira en það sem er í næstu hillu. Þú endar á að taka það sem er mælt með, til þess að fá eitthvað ákveðið bragð og vel bruggað vín með matnum. Það sama myndi fagmaður segja um sjampó.

Sjampó er bara sjampó, eða hvað?

Öll sjampó hafa sama tilgang, að hreinsa hár og hársvörð. Svipað innihald en hver er þá munurinn?
Jú, munurinn er sá að í búðar sjampó er mikið af efnum sem þurfa ekki að vera þarna bara til þess að fylla brúsann. Sílikon sem hleðst á hárið, hellingur af vatni, mikið af sulfat sem lætur sjampó freyða mikið og er það ekki gott fyrir hárið, þú gætir fengið kláða í hársverði og í versta falli brennt hárið, gert haldið í hársekkjunum slakt svo það myndast hárlos.

Pro sjampó leggja meira í innihald vörunnar, vítamín, olíur og efni sem hjálpa til að halda hárinu heilbrigðu.
Þú finnur mun þegar þú hefur verið að nota pro sjampóið þitt en gleymir því heima þegar þú skelltir þér í bústað og færð lánað búða sjampó hjá vini þínum og hárið verður eins og gaddavír!

Hvert fer peningurinn?

Þegar þú verslar búða sjampó þá rennur peningurinn til fyrirtækisins (búðina) og hluti rennur til þeirra sem framleiða vöruna. Það hjálpar þeim að búa til fleiri vörur og koma þeim í búðirnar aftur. Þegar þú verslar pro sjampó þá rennur peningurinn til fyrirtækisins (hárgreiðslustofunnar) styrkir því reksturinn og hluti rennur til þeirra sem framleiða vöruna, eins og hjá búðinni nema það að hluti af þeim pening fer til hóps af fólki sem er sífellt að finna nýjar og betri leiðir í að hanna betri vöru fyrir þig og hárið.

Námskeið, rannsóknir og fleira bæði fyrir þá sem hanna vöruna og fyrir þá sem selja hana svo til þín. Allir verða að fá menntun og vita sem mest um fag sitt og vörur. Svo það er mun betri að styrkja það sem vill þér vel heldur enn þeir sem vilja bara græða


Fagmenn vilja hárinu þínu bara vel og ráðleggja þér hvaða sjampó hentar þér og þínu hári.
Hugsaðu vel um þig, hár, húð og líkama.

Alveg eins og franska fjölskyldan með vínakurinn… þú getur fengið ekta vöru sem leyfir uppskriftinni að lifa og þróast eða þú getur týnt berin sjálf.

hægt er að finna þessa grein eftir mig á Bleikt.is

0 Comments

HH Simonsen ROD VS1

1/4/2015

1 Comment

 
HH Simonsen raftækin eru alger snild og ættu allar stelpur að eiga eitt stykki keilujárn. 
Keilujárnið frá þeim hitnar fljótt, hægt er að stilla hitan á tækinu en mæli ég með að vera alltaf með stillt á 180-190° . Hitastig sem heldur hárinu fallegu, ert ekki að taka raka úr hárinu þinu og mundu alltaf að nota hitavörn þegar notað eru hárraftæki - sléttujárn, blásara, krullujárn.
Ég ákvað að gera video um ROD VS1 sem er minnsta keilan hjá HH Simonsen. Vinkona mín hún Ása Guðrún er með virkilega fallegt hár, gróft og krullað. Ég notaði ROD VS1 til þess að ýkja krullurnar í henni og gera hárið meira um sig. 
Í myndbandinu sést ég spreyja Curl Sprey frá Label.m og þurkað létt með dreyfara. Nota Dry shampoo til að fá smá auka fyllingu í hárið.

Virkilega skemmtileg útkoma og var Ása meira en sátt með nýja lookið ;)

Hár: Katrin Sif

Model: Ása Guðrún 
Make up: Gunnhildur Birna
Myndataka/klipping : Einar Alex


1 Comment

    Katrin Sif

    Tips og tricks um hár, tísku og heilsu. Smá um það sem ég geri og finnst skemmtilegt

    Archives

    June 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly